Mannréttindi á tímum Covid
Ályktun stjórnar og fulltrúaráðs Mannréttindaskrifstofu Íslands 12. október 2020. Um allan heim hafa stjórnvöld gripið til aðgerða til að hindra útbreiðslu COVID-19 og hafa mannréttindi fólks verið skert til að ná því markmiði. Nærtæk dæmi eru skerðing á ferðafrelsi og frelsi til að koma saman en jafnframt hafa átt sér stað skerðingar á friðhelgi einkalífs…