Stöð 69 – Prófunar- og ráðgjafaþjónusta HIV-Ísland
Símatími milli kl. 15 og 16. Mánudaga til fimmtudaga. Sími 552 8586
Hægt er að bóka hraðpróf og ráðgjöf að kostnaðarlausu.
Stöð 69 gerir það auðveldara að fara í HIV próf og fá ráðleggingar um HIV og aðra sjúkdóma sem geta borist með kynlífi.
Við einbeitum okkur jafnframt að þeim markhópum sem oftar fá kynsjúkdóma og mæta kannski síður í eftirlit/þjónustu.
Þjónusta Stöðvar 69 er í boði fyrir allan almenning:
- Ungmenni á aldrinum 16 til 25 ára
- MSM-samkynhneigða karla og hóp hinsegin fólks.
- Fyrir lykilhópa sem koma m.a frá Afríku, Asíu, Suður-Ameríku eða Austur-Evrópu
- Alla þá sem hafa stundað óvarið kynlíf með einhverjum sem búa á framantöldum svæðum.
- Einstaklinga sem sprauta fíkniefnum í æð.
- Starfsfólk kynlífsþjónustu
Á staðnum er faglegur ráðgjafi sem er með reynslu og er óhræddur við að tala um kyn, líkama, heilsu, kynlíf eða kynhneigð.
Stöð 69 byggir á reynslu og staðfestum rannsóknum og gögnum um hvað virkar en á sama tíma opin fyrir að skoða nýjar aðferðir.
Stöð 69 mun vinna án aðgreiningar, norm-gagnrýnt og kynjajákvætt og mun berjast gegn öllum aðgerðum sem stuðla að fordómum og mismunun.
Stöð 69 þjónustar einnig HIV-jákvæða og aðstandendur þeirra, og bjóðum líka upp á ráðgjöf fyrir fólk sem er í sérstakri hættu á að smitast. Það getur verið fólk sem notar lyf í tengslum við kynlíf (chemsex).
Stöð 69 Gefur fræðsluefni og smokka.