Hópastarf HIV jákvæðra er starfrækt yfir vetrarmánuðina.
Geta einstaklingar, stofnanir, skólar, fyrirtæki, félög og aðrir staðir óskað eftir fyrirlestri eða fræðslu um þessi efni með því að hafa beint samband við skrifstofu félagins með tölvupósti eða í síma.
Fræðslu- og forvarnarverkefni grunnskóla
Forsaga
Undanfarin 16 ár hefur HIV Ísland skipulagt fræðslu fyrir nemendur 9. og 10. bekkja grunnskóla landsins.
Verkefnið
- Miðað er við nemendur í 9. og 10. bekkjum.
- Tímalengd er ígildi einnar kennslustundar eða 40 mínútur.
- Sé þess kostur verður fræðslan sameiginleg í hverjum skóla fyrir báða árganga.
Sums staðar verður reynt að sameina fræðslu fyrir fleiri en einn skóla. - Fræðslan er skólunum að kostnaðarlausu.
Umfjöllunarefni
- Stutt kynning á félaginu Hiv Ísland.
- Hiv og Alnæmi – hver er munurinn. Hve margir hafa greinst hér á landi.
- Persónuleg reynsla einstaklinganna sem fræða, sem eru HIV-jákvæðir eða hafa verið í nánum tengslum við HIV-jákvæða.
- Fordómar og ótti í garð fólks sem er Hiv jákvætt.
- Smitleiðir, hverjar eru þær og hvaða varnir duga.
- Lyfjagjafir, hvernig virka lyfin sem komu á markað 1996, lækna þau eða lina? Aukaverkanir lyfjanna, geta allir smitaðir tekið lyfin. Er til lækning?
Aðrir kynsjúkdómar og smitleiðir þeirra. Einkum er fjallað um klamydíu sem er útbreidd og verulegt vandamál meðal unglinga, en einnig aðra kynsjúkdóma. - Nauðsyn þess að sýna ábyrgð í eigin athöfnum og ekki síður virðingu gagnvart sjálfri/sjálfum sér og öðrum.
- Skilin eru eftir eintök af tímariti félagsins, Rauða borðanum og fræðsluefni fyrir unglinga um kynsjúkdóma (gefið út af landlæknisembætti) og varnir gegn þeim, fræðsluefnið er frjálst að nýta við kennslu.
Undirritaður annast skipulagningu og framkvæmdastjórn verkefnisins og veitir allar nánari upplýsingar.
Einar Þór Jónsson, lýðheilsufræðingur og kennari.
Sími 698 4745