1. grein.
Félagið heitir HIV-Ísland og er félag Hiv jákvæðra og þeirra sem láta sig málefni þeirra varða. Heimili félagsins og varnarþinger er í Reykjavík.
2. grein.
Tilgangur félagsins er að: Auka þekkingu og skilning á HIV, efla forvarnir og fræðslu til varnar smiti og skapa umræður um málefnið i samfélaginu . Styðja Hiv jákvæða og aðstandendur þeirra. Eiga í samvinnu við önnur félagasamtök og hópa, er vinna að sömu eða svipuðum markmiðum, eða gerast aðili að þeim.
3. grein
Félagar geta orðið allir þeir sem áhuga hafa á og styðja vilja tilgang félagsins. Kosningarétt og kjörgengi í félaginu hafa allir fullgildir félagsmenn. Fullgildir félagsmenn teljast þeir er skráðir hafa verið í félagið mánuð fyrir aðalfund og eru skuldlausir.
4. grein.
Stjórn félagsins skipa sex einstaklingar auk formanns og skulu þeir kosnir á aðalfundi. Stjórnin skal kosin til eins árs í senn. Formann skal kjósa sérstaklega til tveggja ára í senn, að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum. Tilkynning um framboð formanns skal hafa borist stjórn 2 vikum fyrir aðalfund og telst framboðið þá lögmætt. Formaður boðar til stjórnarfunda og stýrir þeim, en skylt er honum að boða fund að ósk þriggja stjórnarmanna félagsins. Stjórnarfundur er lögmætur, ef meirihluti stjórnarmanna er mættur.
5. grein.
Starfsár félagsins er almanaksárið. Aðalfund skal halda í febrúar ár hvert. Skal hann boðaður með kynningu í netmiðlum, með tölvupósti eða bréflega með minnst viku fyrirvara. Aðalfundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað.
Verkefni aðalfundar eru:
1. Formaður flytur skýrslu stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári.
2. Framkvæmdastjóri og/eða starfsmaður geri grein fyrir starfsemi og framkvæmdum liðins árs.
3. Gjaldkeri leggur fram til samþykktar endurskoðaða reikninga félagsins.
4. Lagabreytingar ef einhverjar eru.
5. Kosning stjórnar og tveggja skoðunarmanna reikninga.
6. Nýkjörinn formaður gerir grein fyrir sér og helstu verkefnum, sem framundan eru.
7. Árgjöld ákveðin.
8. Önnur mál.
6. grein.
Félagsfundi skal halda þegar stjórnin ákveður eða minnst 1/10 félagsmanna óskar þess og tilgreina fundarefni. Stjórnarfund skal halda, þegar formaður ákveður eða meiri hluti stjórnarmanna æskir þess. Stjórnin getur falið einstökum félagsmönnum að inna af hendi störf í þágu félagsins og einnig skipað sérstakar nefndir í sama tilgangi.
7. grein.
Lögum þessum má breyta á aðalfundi og þarf minnst 2/3 hluta greiddra atkvæða til breytinga. Tillögur um lagabreytingar þurfa að hafa borist stjórn eigi síðar en 15. Janúar. Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum annarra mála á aðalfundi.
8. grein.
Rekstur félagsins skal tryggður með félagsgjöldum og öðrum þeim úrræðum, sem stjórn ákveður. Hver félagsmaður greiðir árgjald og skulu þau ákveðin á aðalfundi. Árgjöld renna í félagssjóð.
9. grein.
Komi til félagsslita skal ráðstafa eignum félagsins til styrktar málefnum, sem samræmast best tilgangi félagsins.
Samþykkt á stofnfundi 5. desember 1988
Breytt á aðalfundi 28. febrúar 1994.
2. breyting á aðalfundi 26. febrúar 2008
3. breyting á aðalfundi 26. febrúar 2013.
4. breyting á aðalfundi 25. febrúar 2014
5. Breyting á aðalfundi 22. febrúar 2017