Sátta- og minningarstund 21. maí 2023 – Einar Þór

Sunnudaginn 21. maí var haldin sátta- og minningarstund í Fríkirkjunni í Reykjavík í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá fyrsta HIV smiti. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kom þar fram og viðurkenndi fyrir þéttskipaðri kirkju þá mismunun sem átti sér stað, þá fordóma sem HIV jákvæðir og alnæmissjúkir mættu af hendi yfirvalda og almennings við…

Hugleiðingar framkvæmdastjóra

Í dag er alþjóðlegi HIV dagurinn, 1. desember, en þá gerum við upp baráttuna við þennan skæða sjúkdóm, fögnum þeim sigrum sem hafa unnist í baráttunni, minnumst þeirra sem hafa látist og hugsum til þeirra sem lifa með sjúkdómnum frá degi til dags. Á liðnu ári greindust 39 einstaklingar með HIV á Íslandi. Félagið okkar…

Formaður, Forsætisráðherra og Framkvæmdastjóri

Samtök HIV jákvæðra 35 ára

HIV Ísland fagnar í ár þeim áfanga að hafa starfað í 35 ár. Félagið var stofnað 1. desember 1988. Fagnað segi ég, en það var auðvitað ekkert fagnaðarefni að til félagsins var stofnað í upphafi. Félagið var stofnað af illri nauðsyn, nauðsyn sem reyndar er enn til staðar þó margt hafi áunnist og breyst á…

Alþjóðlegi alnæmisdagurinn föstudaginn 1. desember 2023

Alþjóðlegur dagur alnæmis er haldinn hátíðlegur þann 1. desember um heim allan. Dagurinn er tileinkaður minningu þeirra sem látist hafa af völdum alnæmis og baráttunni gegn fordómum og mismunun gagnvart fólki sem er HIV+. Í ár eru liðin 40 ár frá fyrstu HIV greiningu á Íslandi. 39 einstaklingar voru skráðir með HIV á liðnu ári.…