M·A·C góðgerðarsjóðurinn hefur barist gegn hiv/aids um allan heim í 25 ár
SAGA VIVA GLAM
VIVA GLAM var stofnað árið 1994 þegar HIV faraldurinn var sem hæstur í heiminum en tilgangur VIVA GLAM var að létta undir með þeim sem smitast höfðu af veirunni. Með því að sameina glæsileika og strangar fjármögnunaraðferðir hefur M·A·C Cosmetics unnið með Stórstjörnum á borð við Sia, Miley Cyrus, Elton John, Mary J. Blige og Ricky Martin til að auka sölu á VIVA GLAM varavörum, en allur ágóði sölunnar rennur óskiptur til HIV/AIDS samtaka um allan heim.
25 árum síðar hefur VIVA GLAM safnað 500 milljónum dollara um heim allan til að berjast gegn HIV/ AIDS og þar af leiðandi hjálpað milljónum manna. Þetta eru því 9,713 styrkir til yfir 1800 byltingakenndra samtaka um allan heim.
„VIVA GLAM er hjarta og sál M·A·C Cosmetics en allt byrjaði þetta með einum varalit og áherslu á að enda HIV/AIDS,“ segir John Demsey, formaður M∙A∙C AIDS FUND og framkvæmdastjóri Estée Lauder Companies.
Áframhaldandi starf
Í dag hefur almnæmi sem tengist dauðsföllum lækkað um 50%, yfir 21,7 milljónir manna hafa aðgang að lyfjum og eru nú 47% færri sem greinast með HIV, en árið 1994 þegar MAC hóf VIVA GLAM herferðirnar sínar.
M·A·C Cosmetics mun að sjálfsögðu halda þessari vegferð sinni áfram og leggja þeim stofnunum lið sem sérhæfa sig í að aðstoða þá einstaklinga sem smitast hafa af veirunni.
„Síðan 1984, hefur M∙A∙C og okkar ótrúlegu listamenn sett hinum venjulegum viðmiðum áskoranir og farið út fyrir normið. Vinnan sem M·A·C hefur gert er alþjóðleg framkvæmd á þessari sýn,“ sagði Nancy Mahon, framkvæmdastjóri M·A·C AIDS Fund og framkvæmdarstjóri Sameiginlegrar ríkisborgararéttar og sjálfbærni hjá Estée Lauder Companies. „Við höfum nú próf og meðferðir sem geta hjálpað okkur að enda þessa veiru – núna þurfum við að tækla þennan ójöfnuð sem kemur í veg fyrir því að ungar stúlkur, konur og LGBTQ samfélög leiti að meðferðarúrræðum. Í ár mun M∙A∙C auka áherslu á þessa sýn með því að þróa áfram verkefnið til að endurspegla aðferðina sem þarf til að ljúka þessum faraldri.
Hver einasta króna af seldum VIVA GLAM II, VIVA GLAM III og af nýja limited-edition 25th afmælisútgáfunni VIVA GLAM 25 sem er í innblásinn af litnum í hinum upprunalega VIVA GLAM I, fer til stofnanna sem styðja heilsu og réttindi fyrir alla aldurshópa, kynþátta og kynja.
Um M·A·C cosmetics
Kanadíska snyrtivörufyrirtækið MAC Cosmetics var stofnað árið 1984 og hefur verið alla tíð síðan óttalaust og hreinskilið. MAC fagnar fjölbreytileikanum og það er þeirra sérstaða. Slagorð MAC eru: All Ages, All Races, All Genders (Allur Aldur, Allir Kynþættir, Öll Kyn) sem var og verður alltaf yfirskriftin og hjarta og sál félagsins. VIVA GLAM er þar engin undantekning en skilaboðin hafa alltaf verið hávær og skýr – og endurspeglast það meðal annars í talsmönnum VIVA GLAM sem öll eiga það sameiginlegt að eiga sér einstaka sögu, eru ögrandi og áhrifamikil og endurspegla fjölbreytileika samfélagsins. Þetta eru hetjur sem við lítum upp til vegna persónulegra sigra þeirra. Þetta er fólk sem hefur fundið sig og fólk sem lætur í sér heyra.
Fylgstu með MAC á Íslandi á @mac_kringlan og @macsmaralind og lærðu meira um VIVA GLAM.
Um VIVA GLAM
Góðgerðarsamtök M·A·C Cosmetics, VIVA GLAM, hefur safnað yfir 500 milljónum bandaríkjadala frá upphafi þess árið 1994, eingöngu með sölu á M·A·C VIVA GLAM varavörum. VIVA GLAM sjóðurinn styður heilbrigða framtíð og jafnrétti kvenna, stúlkna og LGBTQ samfélaga og þeirra sem þurfa að lifa við HIV/AIDS, Hingað til hefur sala á VIVIA GLAM vörum hjálpað 1.800 samtökum um heim allan.
Samtökin eru frumkvöðull í vinnu á svæðum sem hafa til þessa notið lítils stuðnings. Sjóðurinn styður mörg ólík samtök um allan heim, sem bjóða upp á margskonar þjónustu til þeirra sem þjást af sjúkdómnum. Hér heima hefur MAC fengið þann heiður að færa HIV samtökunum á Íslandi nokkrum sinnum styrki en hann hefur gert félaginu kleyft að vinna óeigingjarnt forvarnarstarf hjá unglingum í 9. og 10. bekkjum í öllum skólum á landinu, sem er mikilvægur hlekkur í því að vekja unga fólkið til umhugsunar, koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdómsins og eyða fordómum.
Viva Glam herferðir hafa verið:
- Viva Glam I – Ru Paul
- Viva Glam II – Kd Lang
- Viva Glam III – Mary J. Blige & Lil’ Kim
- Viva Glam IV – Sir Elton John, Mary J. Blige, Shirley Manson
- Viva Glam V – Pamela Anderson & Christina Aguilera
- Viva Glam VI – Eve & Dita Von Teese
- Viva Glam VI – Special Edition – Fergie
- Viva Glam Lady Gaga & Cyndi Lauper
- Viva Glam Lady Gaga
- Viva Glam Ricky Martin & Nicki Minaj
- Viva Glam Nicki Minaj
- Viva Glam – Rihana 2. tímabil
Frá 1994 hefur hver einasta króna af sölu VIVA GLAM varalitum og glossum farið í að hjálpa konum, mönnum og börnum sem þjást beint eða óbeint af völdum HIV/AIDS.
Birtist fyrst í Rauða borðanum 1. des. 2019