Aðalfundur 26. febrúar 2019
Aðalfundur HIV-Ísland fyrir árið 2019 verður haldinn á veitingastaðnum Messanum, Grandagarði 8, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 26. febrúar næstkomandi kl. 16.30.
Dagskrá fundarins er lögum samkvæmt:
- Kosning fundarstjóra
- Kosning ritara.
- Formaður flytur skýrslu stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.
- Gjaldkeri leggur fram til samþykktar endurskoðaða reikninga félagsins.
- Lagabreytingar ef einhverjar eru.
- Kosning sex stjórnarmanna og tveggja skoðunarmanna reikninga.
- Árgjöld ákveðin.
- Önnur mál.
Núverandi stjórn er svo skipuð:
Formaður:
Sigrún Grendal
Varaformaður:
Ingi Hans Ágústsson
Meðstjórnendur:
Árni Friðrik Ólafarson
Fjóla Guðmundsdóttir
Svavar G. Jónsson
Ragnar Erling Hermannson
Vignir Ljósálfur Jónsson
Atkvæðisrétt á fundinum hafa þeir félagsmenn sem greitt hafa félagsgjöld fyrir árið 2018.
Að loknum fundi verður boðið upp á kaffi og meðlæti.
Fyrir hönd stjórnar HIV-Ísland
Einar Þór Jónsson
framkvæmdastjóri.