Vegna COVID getum við því miður ekki haft opið hús eins og gert hefur verið frá stofnun félagsins á þessum degi. Við munum aftur á móti reyna að vera sýnileg í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum.
Rauði borðinn 2020, árlega málgagn félagsins er í vinnslu og langt komin en vegna aðstæðna nær hann ekki að koma út fyrir 1. des.
Það sem af er ári hafa 26 einstaklingar verið skráðir hér á landi með HIV, 8 gagnkynhneigðir og 18 samkynhneigðir karlar (þekkt eldri smit 18). Árið 2019 voru 30 skráðir. Yfir 300 manns fá þjónustu á göngudeild smitsjúkdóma í Fossvogi.
HIV og alnæmi er enn mikið vandamál á heimsvísu, tugir milljóna manna hafa látist af völdum alnæmis.
Einkunarorð alþjóðlega alnæmisdagsins í ár er samstaða, sameiginleg ábyrgð og seigla.
Með kærri kveðju
Einar Þór Jónsson
framkæmdastjóri
HIV Ísland.