Alþjóðlegi Alnæmisdagurinn er haldinn hátíðlegur 1. desember ár hvert, um heim allan.
Alþjóðleg yfirskrift dagsins í ár: “Overcoming disruption, transforming the AIDS response.”
HIV Ísland hefur opið hús í tilefni dagsins í félagsheimilinu á Hverfisgötu 69, mánudaginn 1. desember frá kl. 15.30.
Við njótum saman veitinga og minnumst átaka mikilli sögu, harmi og sigrum HIV og alnæmis!
Hafdís Erla Hafsteinsdóttir, doktorsnemi í sagnfræði kynnir lokaverkefni Kl. 16.00-16.30
Doktorsritgerðin fjallar í stórum dráttum um sögu HIV/alnæmis á Íslandi, sér í lagi hvernig hugmyndir um HIV/alnæmi mynduðust og mótuðust á Íslandi.
Hörður Torfason ræðir útgefna bók sína “Þegar múrar falla” kl. 17.30.
Nýskráningar HIV jákvæðra hér á landi voru 39 talsins á liðnu ári.
Milljónir manna um allan heim hafa enn ekki aðgengi að HIV lyfjum.
Stigma og mismunun er enn viðvarandi hindrun í lífi margra HIV-jákvæðra.







