HIV Norden er samstarfsvettvangur HIV-jákvæðra á Norðurlöndum og hefur skrifstofu í Helsinki. Formaður sambandsins er Helle Andersen frá Danmörku. Varaformaður er Einar Þór Jónsson frá Íslandi.
Fundir eru haldnir tvisvar á ári (einn þeirra aðalfundur) þar sem rætt er um ástandið í hverju landi og reynt að móta sameiginlega stefnu.
Í september 2018 var fundur í Reykjavík. Haldnar voru vinnustofur um innleiðingu hraðgreiningarprófa.
Tveir fulltrúar sitja fundina frá hverju Norðurlandanna. Fulltrúar HIV Ísland eru Einar Þór Jónsson og Sigrún Grendal.
Áherslan í samstarfi HIV-Norden snýr að mannréttindum HIV jákvæðra, forvörnum og upplýsingum almennt út í samfélagið.

HIV Norden – samstarfsvettvangur HIV-jákvæðra á Norðurlöndum
Birtist fyrst í Rauða Borðanum 1. des. 2018