HIV Norden er samstarfsvettvangur hiv-jákvæðra á Norðurlöndum og hefur skrifstofu í Helsinki. Formaður sambandsins er Nonni Mäkikärki frá Finnlandi. Varaformaður er Einar Þór Jónsson frá Íslandi.
Fundir eru haldnir tvisvar á ári (einn þeirra aðalfundur) þar sem rætt er um ástandið í hverju landi og reynt að móta sameiginlega stefnu.
Síðasti fundur var haldinn í Finnlandi í október þar sem unnið var að hönnun samnorrænnar rannsóknar meðal HIV jákvæðra á þjónustu og viðhorfum heibrigðisstarfsfólks. Rannsóknin verður á netinu á næstu mánuðum.
Áherslan í samstarfi HIV-Norden snýr að mannréttindum HIV jákvæðra, forvörnum og upplýsingum almennt út í samfélagið.