Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítala

150 fá PrEP til að forða HIV-smiti

Um 280 karlmenn hafa frá upphafi fengið forvarnarlyf gegn HIV á Landspítala og um 150 fá lyfið reglulega. Margt hefur breyst á þeim þremur árum sem PrEP hefur verið í boði hjá spítalanum. Transkarlar eru nú meðal þeirra sem fá PrEP. Þetta segir Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítala. Bryndís bendir á að samkvæmt reglugerð sé…

Ingi Rafn Hauksson

Ég var þekktur sem „alnæmiskarlinn“

„Mamma, við erum að skilja,“ sagði Ingi Rafn Hauksson í símtali við móður sína frá Hveragerði á níunda áratugnum. Ingi hafði verið í sambúð frá fimmtán ára aldri, gifti sig sautján ára og eignast dóttur. Þögnin á línunni breyttist í spurningu. „Er önnur kona í spilinu,“ spyr móðir hans. „Nei.“ Hún þagnar um stund en…

MAC Viva Glam

Fræðslu- og forvarnarverkefni

Stuðningur MAC og Embætti landlæknis undafarin ár hefur verið grundvöllur þess að HIV Ísland hefur tekist að halda úti fræðslu um HIV og alnæmi fyrir 9. og 10. bekkinga í grunnskólum landsins undanfarin 20 ár. Verkefni sem þetta er brýnt og þarf stöðugt að vinna að því. Markmið fræðslunnar er annars vegar að unglingar sýni…

Andrew McComb

Global Community Voices With One Aim

For the first week of November, I was in Istanbul for a networking and ‘Skills Training to Empower Patients’ event organized by the European AIDS Treatment Group (EATG) Training Academy. I have been involved in EATGs´ Training Academy since late 2019 however due to Covid-19 all previous sessions have been held online. Over 30 participants…

Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna 78.

Drög að breytingu á reglugerð um söfnun blóðs

Í september birtust drög að breytingu á reglugerð um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs og viðauka IV. Stærsta breytingin sem drögin innibera er sú að blóðgjöfum sé ekki mismunað á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða, s.s. kyns, kynhneigðar, uppruna eða stöðu að öðru leyti. Með öðrum orðum, að hið forneskjulega bann sem í gildi er, þ.e.…

Einar Þór Jónsson, Framkvæmdastjóri HIV Ísland

Forðumst varnarviðbrögð óttans

Ferðahömlur. Svipt frelsi og einangruð. Þannig vildu margir hafa það þegar HIV fór að herja á fólk, fyrst og fremst homma. Lögum var víða breytt til að við sem smituð vorum gætum ekki lifað eðlilegu lífi. Sérstaklega var tiltekið í Svíþjóð að svipta mætti þá frelsi sem þóttu óábyrgir í hegðun. Fjarlægja átti okkur smituðu…

Spurning sem búin er að hljóma af vörum margra sl. tæp tvö ár og er þar auðvitað átt við Covid-19 faraldurinn. Í fyrstu var samstaðan alger, vart sáust bílar á götum borgar og bæja, enginn á ferli og allir tileinkuðu sér ráðleggingar og fyrirmæli sóttvarnayfirvalda varðandi varnir vegna heimsfaraldurs Covid-19. Nú ber hins vegar svo við að þreytu er farið að gæta hjá ansi mörgum sem gerir að verkum að ráðleggingum er ekki hlýtt. Frábært verk var unnið þegar bóluefni voru fundin upp og framleidd á methraða en svo hefur komið í ljós að virkni þeirra er ekki eins mikil og gert var ráð fyrir í upphafi. Samt sem áður hefur verið unnið mjög gott verk varðandi það að halda faraldrinum nokkuð í skefjum. Mikið hefur mætt á öllu heilbrigðiskerfinu þennan tíma og var nú kannski ekki á bætandi í fjársveltan rekstur þess. Samt sem áður verður ekki annað sagt en; þökk sé öllu starfsfólki þess, öllu hjúkrunarfólki, læknum og öðrum þeim er að koma. Félagsstarf og aðrar almennar samkomur hafa meira og minna farið út um þúfur. Svo hefur einnig verið hjá okkur, fundir, samkomur og annarskonar hittingur sem ákveðið hafði verið að halda hefur þurft að blása af. Við höfum nú í tvö skipti ekki getað haldið árlega minningarmessu um þá er fallið hafa fyrir HIV en minning þeirra og hlýhugur til aðstandenda varir samt sem áður. Eins er útlit fyrir að við getum ekki haldið upp á alþjóða alnæmisdaginn 1. des. annað árið í röð. Samt sem áður er starfsemi félagsins á fullu og haldið uppi af framkvæmdastjóra að mestu. Samskipti innanlands sem og við vini okkar á hinum norðurlöndunum og annars staðar í heiminum hefur farið mikið fram með hjálp tækninnar og menn hist á fjarfundum. Einum slíkum fundi tók ég þátt í þar sem rætt var um fordóma og mismunun. Afar áhugaverð og nauðsynleg umræða sem er verkefni framtíðar. Það er jú staðreynd að fordómar geta verið mjög særandi og mannskemmandi og byggjast að mestu á þekkingarskorti. Það eru ekki bara framfarir í covid lyfjamálum heldur berast ánægjulegar fréttir fyrir HIV jákvæða um einföldun á lyfjagjöf til þeirra. Svo er barátta okkar fyrir aðgengi að hraðprófum vegna HIV alltaf uppi á borðinu. Það var árið 2011 sem ég endaði formannspistil minn á að segja; „HIV veiran fer ekki...“ Í ljósi aðstæðna í heiminum núna breyti ég upphafinu og segi; Veirur fara ekki í manngreiningarálit þegar þær stinga sér niður, allir eru jafnir fyrir þeim, við skulum í baráttunni haga okkur eins, hætta að draga fólk í flokka sem stuðlar að fordómum heldur standa saman því við erum jú öll að berjast að sama marki. Svavar G. Jónsson, formaður HIV Ísland.

Formannsspjall – Erum við ekki að fara losna við þetta?

Spurning sem búin er að hljóma af vörum margra sl. tæp tvö ár og er þar auðvitað átt við Covid-19 faraldurinn. Í fyrstu var samstaðan alger, vart sáust bílar á götum borgar og bæja, enginn á ferli og allir tileinkuðu sér ráðleggingar og fyrirmæli sóttvarnayfirvalda varðandi varnir vegna heimsfaraldurs Covid-19. Nú ber hins vegar svo…

Unnur - Til þeirra

Unnur Guðrún Þórarinsdóttir – bókin „Til þeirra“

Unnur Guðrún Þórarinsdóttir, varð tvítug í nóvember og var að gefa út sína fyrstu bók. Allur ágóði bókarinnar rennur til styrktar HIV samtakanna og Laufs félags flogaveikra. „Ástæða þess að ég valdi þessi tvö félög er vegna þess að ég var greind ung með góðkynja barnaflogaveiki og er ég heppin að vera laus við sjúkdóminn…

HIV á covid tímum – fundur með HIV-Nordic

Kæru félagar. Laugardaginn 4. September kl. 11.00 er norrænn Zoom fundur um HIV á covid tímum sem við í stjórn HIV Nordic höfum skipulagt. Allir geta tekið þátt. Áhugasamir hafi samband með pósti á hiv-island@hiv-island.is eða einkaskilaboð á Facebook síðu samtakanna. Fundurinn fer fram á ensku. HIV Norden bíður í rausnarlega veitingar á eftir. Hægt…

Aðalfundur 23. febrúar 2021

Aðalfundur HIV-Ísland fyrir árið 2021 verður haldinn í húsnæði félagsins Hverfisgötu 69, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 23. febrúar næstkomandi kl. 17.00. Dagskrá fundarins er lögum samkvæmt: Kosning fundarstjóra Kosning ritara. Formaður flytur skýrslu stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári. Gjaldkeri leggur fram til samþykktar endurskoðaða reikninga félagsins. Lagabreytingar ef einhverjar eru. Kosning sex stjórnarmanna og…