Alþjóðlegur dagur alnæmis er haldinn hátíðlegur þann 1. desember um heim allan. Dagurinn er tileinkaður minningu þeirra sem látist hafa af völdum alnæmis og baráttunni gegn fordómum og mismunun gagnvart fólki sem er HIV+.
Í ár eru liðin 40 ár frá fyrstu HIV greiningu á Íslandi. 39 einstaklingar voru skráðir með HIV á liðnu ári.
Rauði borðinn tímarit HIV Ísland er kominn. Forsíðuviðtal: Sveinn Kjartansson, matreiðslumaður.
Í tilefni dagsins er opið hús að Hverfisgötu 69 frá kl. 16 til 19.
Kvennakórinn Hrynjandi mætir og Þórunn Valdimarsdóttir, rithöfundur les úr bókinni „Lítil bók um stóra hluti“.
Verið hjartanlega velkomin!
Fyrir hönd stjórnar,
Einar Þór