Ný stjórn var kosin á aðalfundi HIV Ísland fyrir árið 2020. Fundargerðina má lesa hér fyrir neðan. Myndin fyrir ofan sýnir nýju stjórnina ásamt Einari framkvæmdastjóra. Á myndina vantar Svavar G. Jónsson formann.
Ingi Hans og Vignir hættu í stjórninni og voru kvaddir með blómum og þakkað langt og farsælt starf. Fjóla afhenti blóm.
Fundargerð aðalfundar 2020
Aðalfundur HIV Ísland fyrir árið 2020 var haldinn í húsnæði félagsins, Hverfisgötu 69, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 18. febrúar kl. 16.30. Mættir 13.
Dagskrá fundarins var lögum samkvæmt:
Formaður Ingi Hans Ágústsson setti fundinn.
Sigurlaug Hauksdóttir var samþykktur fundarstjóri.
Ritari var samþykktur Einar Þór Jónsson.
Vignir Ljósálfur Jónsson flutti skýrslu stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári og var hún samþykkt.
Einar Þór Jónsson gerði grein fyrir ársreikningum félagsins í fjarveru Svavar G. Jónssonar, gjaldkera og var það samþykkt af fundarmönnum. Reikningar voru lagðir fram sem höfðu verið bókaðir og settir upp af Arnheiði Ragnarsdóttur, löggiltum bókara. Reikningar höfðu verið skoðaðir og samþykktir af skoðunarmönnum reikninga. Voru reikningarnir samþykktir með öllum greiddum atkvæðum.
Kjör formanns og 6 stjórnarmanna. Formaður var kosinn Svavar G. Jónsson. Stjórnarmenn kosnir Árni Friðrik Ólafarson, Fjóla Guðmundsdóttir, Guðmundur Karlsson, Robert Gaska, Andrew McComb og Hjálmar Forni Sveinbjörnsson Poulsen. Þau voru kjörin með öllum greiddum atkvæðum.
Skoðunarmenn reikninga. Ólöf Markúsdóttir og Þórgunnur Sigurjónsdóttir voru kosnar með öllum greiddum atkvæðum.
Árgjöld voru ákveðin kr. 4000, sama upphæð og undanfarin 2 ár.
Lagabreyting. Engin tillaga barst um breytingu á lögum
Atkvæðisrétt á fundinum höfðu þeir félagsmenn sem greitt höfðu félagsgjöld fyrir árið 2019.
Á fundinum var boðið upp á kaffi og meðlæti.
Fundi lokið kl. 18.00.
Ritari: Einar Þór Jónsson