Sunnudaginn 21. maí var haldin sátta- og minningarstund í Fríkirkjunni í Reykjavík í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá því fyrsta HIV smitið var greint á Íslandi.
Minningarstundin, HIV candlelight memorial service, hefur verið haldin árlega í Fríkirkjunni í Reykjavík í hátt í 30 ár.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti ávarp og viðurkenndi þá fordóma sem HIV jákvæðir og alnæmissjúkir mættu af hendi yfirvalda og almennings við upphaf faraldursins.
Auk Katrínar tóku til máls Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV Ísland, Halla Kristín Sveinsdóttir aðstandandi, Álfur Birkir Bjarnason formaður Samtakanna ´78, Svavar G. Jónsson formaður HIV Ísland og Hjörtur Magni Jóhannsson forstöðumaður Fríkirkjunnar.
Listamenn fram komu:
Hörður Torfa
Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
Úlfur Viktor Björnsson
Tónlistarfólk Fríkirkjunnar undir stjórn Gunnars Gunnarssonar
Svipmyndir
Ljósmyndir: Páll Guðjónsson