Alnæmissjóður MAC var stofnaður árið 1994 af Frank Angelo og Frank Toskan, stofnendum MAC Cosmetics. Sjóðurinn er hjartað og sálin í MAC. Tilgangur hans er að styðja karla, konur og börn um allan heim sem fengið hafa Hiv/alnæmi. Sjóðurinn styrkir einnig fræðslu- og forvarnarverkefni sem beinast að því fólki á hverjum stað sem er í mestri hættu að smitast af Hiv.
Alnæmissjóður MAC hefur frumkvæðið að fræðslu og forvörnum á svæðum sem hafa til þessa notið lítils stuðnings. Sjóðurinn styður mörg ólík samtök um allan heim, sem bjóða upp á margs konar þjónustu til þeirra sem eru Hiv-smitaðir. Með þessu reynir hann að brúa bil fátæktar og sjálfsagðra mann-réttinda.
Styrktarsjóður MAC er þriðji stærsti sjóður í heiminum sem leggur þessum málaflokki lið. Tveir stærstu sjóðirnir eru á vegum lyfjafyrirtækja.
Allt söluandvirði Viva Glam varalita og glossa rennur til sjóðsins. Hingað til hafa verið framleiddar sex tegundir varalita og tvær tegundir glossa. Hver ný Viva Glam herferð byggir á stuðningi frægra listamanna úr heimi tónlistar og annarra listagreina sem leika lykilhlutverk í að fræða almenning um Hiv-smit og alnæmi.
Nokkrar spurningar um Viva Glam varalitina
María Guðvarðardóttir sölustjóri hjá MAC á Íslandi, var svo almennileg að svara nokkrum spurningum um Viva Glam varalitina.
MAC Aids Fund er frumkvöðull I HIV/AIDS sjóðum, sem styrkja fjárhagslega við samtök sem vinna að ýmsum verkefnum.
Mikið hefur verið unnið með svæðum sem eru mjög fátæk og erfitt er að nálgast. Vöntunin er misjöfn og hafa styrkir farið í lyf, skólasókn, skólabækur, forvarnir og margt fleira.
Til dagsins í dag hefur safnast yfir $400.000.000 eingöngu frá sölu Viva Glam varalita!
Hver er nýjasti Viva Glam varaliturinn og hver hefur gefið honum andlit?
Nýjast varaliturinn var gerður í samstarfi við söngkonuna SIA
liturinn er heitur, fallega rauður varalitur með mattri áferð.
Hvað eru Viva Glam litirnir margir og hverjar eru á bak við þá?
Varalitirnir eru 6 talsins og heita Viva Glam I, II, III, IV, V og VI
Þeir artistar sem eru á bak við hvern lit eru:
I = RuPaul
II = KD Lang
III = Mary J Blige & Lil Kim
IV = Elton John, Mary J Blige & Shirley Manson
V = Christina Aguilera & Pamela Anderson
VI = Eve & Fergie
Artistar sem hafa einnig verið talsmenn fyrir limited edition litum eru:
Lady Gaga, Debbie Harry, Boy George, Cyndi Laper, Nicki Minaj, Ricky Martin, Dita Von Teese, Rihanna, Miley Cyrus,
Ariana Grande, Taraji P. Henson and núna Sia.
Hvaða litur er vinsælastur?
Þeir eru allir vinsælir og svolítið eftir árstíðum – Viva Glam I, IV og VI eru vinsælli á veturna og í kringum jól, II, III og V
eru vinsælir allt árið, ég held að V eigi vinninginn samt.
Hvernig kynnir sölufólkið varalitina?
Við segjum viðskiptavinum okkar söguna um hvernig MAC Aids Fund varð til.
Frá 1994 hefur hvert einasta cent af söluvirði Viva Glam vörunum farið í sjóðinn sem styður við konur, karla og börn sem eru greind með HIV/Alnæmi beint eða óbeint.
Eru einhverjir þekktir Íslendingar sem nota og elska Viva Glam litina?
Alveg pottþétt, viðskiptavinir MAC þekkja Viva Glam, við höfum talað mikið um litina í gegnum árin og fólk kemur til okkar til að kaupa þá í gjafir handa öðrum. Það er fallegt!
Birtist fyrst í Rauða Borðanum 1. des. 2018