Bryndís Sigurðardóttir

Tugir karla komnir á forvarnarlyf gegn HIV

Viðtal við Bryndísi Sigurðardóttur smitsjúkdómalækni eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur, birt með leyfi Læknablaðsins Á sjöunda tug karlmanna hefur á fáum vikum farið í gegnum áhættumat á Landspítala og fengið forvarnarlyf gegn HIV í hendur. Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir telur að þeir verði allt að 80 talsins innan skamms og jafnvægi verði náð. Yfirvöld hófu nú í…

Sigrún Grendal Magnúsdóttir, formaður HIV-Ísland

Til hamingju með 30 ára afmælið

Hugleiðingar formanns 2018: Í ár fagnar HIV-Ísland 30 ára afmæli sínu. Þegar félagið var stofnað þann 5. desember 1988 bar það heitið Alnæmissamtökin á Íslandi en nafninu var breytt nokkrum árum síðar í HIV-Ísland og segir það töluvert um sögu og framgang þessa illvíga sjúkdóms. Samtökin voru stofnuð fljótlega eftir að alnæmisfaraldurinn hóf innreið sína…

Hjálmar Sveinsson

Bræður mínir

Hann var í ljósbrúnum flauelsjakkafötum og rúllukragabol, minnir mig, fíngerður, með stór gleraugu og þvengmjór. Þetta var í fermingarveislu hjá frændum okkar vorið 1984. Þar sá ég hann í fyrsta sinn. Við höfðum oft heyrt minnst á Brynjólf bróður okkar, hálfbróður nánar tiltekið. Það er skrýtið orð. Hann var yngsta barn pabba af fyrra hjónabandi,…

Árni reis upp frá dauðum

Stjórnarmaður HIV samtakanna hefur lifað með HIV í rúm 30 ár Eftir Einar Þór Jónsson og Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur „Ég trúði því aldrei að ég yrði þrítugur. HIV var algjör dauðadómur, hræðilegt ástand. Ég var ofboðslega hræddur þegar ég greindist. Samt strax ákveðinn í því að berjast. Ég veit ekki hvað maður ætlaði sér, en…

Einar Þór Jónsson

HIV Ísland í 30 ár

Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV Ísland skrifar: Við fögnum 30 ára afmæli HIV Ísland þessa dagana. Jafnframt eru 100 ár liðin frá því að spænska veikin náði hámarki hér í Reykjavík með miklu mannfalli og sorg, en þessi hörmungaratburður dró einnig fram það góða í fólki, samhjálp og ást. Hvernig HIV faraldursins verður minnst eftir…

30 ára afmæli og 1. des

Við ætlum að fagna stórafmæli félagsins okkar á alþjóðlega alnæmisdeginum laugardaginn 1. desember í félagsheimilinu okkar á Hverfisgötu 69. Dagskrá hefst kl. 16.00 og húsið er opið fyrir gesti og gangandi til kl. 19.00. Við fáum heimsókn góðra listamanna og ljúfar veitingar verða í boði. Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Skemmtum okkur…