Bryndís Sigurðardóttir

Tugir karla komnir á forvarnarlyf gegn HIV

Viðtal við Bryndísi Sigurðardóttur smitsjúkdómalækni eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur, birt með leyfi Læknablaðsins Á sjöunda tug karlmanna hefur á fáum vikum farið í gegnum áhættumat á Landspítala og fengið forvarnarlyf gegn HIV í hendur. Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir telur að þeir verði allt að 80 talsins innan skamms og jafnvægi verði náð. Yfirvöld hófu nú í…

Sigrún Grendal Magnúsdóttir, formaður HIV-Ísland

Til hamingju með 30 ára afmælið

Hugleiðingar formanns 2018: Í ár fagnar HIV-Ísland 30 ára afmæli sínu. Þegar félagið var stofnað þann 5. desember 1988 bar það heitið Alnæmissamtökin á Íslandi en nafninu var breytt nokkrum árum síðar í HIV-Ísland og segir það töluvert um sögu og framgang þessa illvíga sjúkdóms. Samtökin voru stofnuð fljótlega eftir að alnæmisfaraldurinn hóf innreið sína…

Hjálmar Sveinsson

Bræður mínir

Hann var í ljósbrúnum flauelsjakkafötum og rúllukragabol, minnir mig, fíngerður, með stór gleraugu og þvengmjór. Þetta var í fermingarveislu hjá frændum okkar vorið 1984. Þar sá ég hann í fyrsta sinn. Við höfðum oft heyrt minnst á Brynjólf bróður okkar, hálfbróður nánar tiltekið. Það er skrýtið orð. Hann var yngsta barn pabba af fyrra hjónabandi,…

Árni reis upp frá dauðum

Stjórnarmaður HIV samtakanna hefur lifað með HIV í rúm 30 ár Eftir Einar Þór Jónsson og Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur „Ég trúði því aldrei að ég yrði þrítugur. HIV var algjör dauðadómur, hræðilegt ástand. Ég var ofboðslega hræddur þegar ég greindist. Samt strax ákveðinn í því að berjast. Ég veit ekki hvað maður ætlaði sér, en…

Einar Þór Jónsson

HIV Ísland í 30 ár

Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV Ísland skrifar: Við fögnum 30 ára afmæli HIV Ísland þessa dagana. Jafnframt eru 100 ár liðin frá því að spænska veikin náði hámarki hér í Reykjavík með miklu mannfalli og sorg, en þessi hörmungaratburður dró einnig fram það góða í fólki, samhjálp og ást. Hvernig HIV faraldursins verður minnst eftir…

30 ára afmæli og 1. des

Við ætlum að fagna stórafmæli félagsins okkar á alþjóðlega alnæmisdeginum laugardaginn 1. desember í félagsheimilinu okkar á Hverfisgötu 69. Dagskrá hefst kl. 16.00 og húsið er opið fyrir gesti og gangandi til kl. 19.00. Við fáum heimsókn góðra listamanna og ljúfar veitingar verða í boði. Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Skemmtum okkur…

Þórólfur Guðnason

Hátt í 90 nýskráðir með HIV á þremur árum

Sóttvarnalæknir lýsir yfir áhyggjum af fjölgun kynsjúkdóma meðal karla sem sofa hjá körlum Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur Hátt í níutíu manns hafa greinst með HIV hér á landi á síðustu þremur árum. Jafnmargir fyrstu níu mánuði ársins og allt árið í fyrra, sem einnig var metár. Frá upphafi hafa tæplega 430 greinst með HIV hér…

Percy B. Stefánsson

Minning: Percy B. Stefánsson

Fæddur 13. september 1947 í Stokkhólmi – Dáinn 14. apríl 2018 í Reykjavík Félags- og stjórnarmaður í HIV Ísland til fjölda ára Ég vil í fáeinum orðum minnast góðs vinar. Kynni mín af Percy hófust á erfiðum tímum í lífi okkar beggja. Alnæmis­faraldurinn var yfirvofandi í litlu samfélagi okkar hommanna hér uppi á Íslandi. Við…

Minningar- og þakkarstund 27. maí 2018

Minningar- og þakkarstund

Árleg minningarguðsþjónusta vegna þeirra sem látist hafa úr alnæmi hér á landi var að þessu sinni haldin, sunnudaginn 27. maí síðastliðin. Kveikt var á kertum til að minnast þeirra er látist hafa, einu kerti fyrir hvern einstakling sem við minnumst. Minningarstund þessi er alþjóðleg og heitir á ensku Candlelight Memorial Day. Að vanda fór athöfnin…

Hugrún Ríkarðsdóttir

Líf og fjör í læknadeild

Viðtal við Hugrúnu Ríkarðsdóttur smitsjúkdómalækni Ég heiti Sigríður Hugrún Ríkarðsdóttir en ég þekki ekki Sigríði. Þannig hófst viðtalið sem ég tók við hana Hugrúnu lækni sem ég kynntist fyrir tæpum 30 árum og gekk í gegnum súrt og sætt með eins og ég sagði sjálfur frá í viðtali sem var tekið við mig í Rauða…

Hrafnhildur Gunnarsdóttir

Svona fólk

Ný mynd og þáttaröð – frumsýnd í Bíó Paradís í lok nóvember Um þessar mundir er Hrafnhildur Gunnarsdóttir að leggja síðustu hönd á heimildakvikmynd sína, Svona fólk sem verður sýnd í Bíó Paradís og síðar í vetur á RÚV. Þættirnir verða fimm en fyrrihluti heimildamyndarinnar sem verður sýndur í Bíó Paradís er um 90 mínútur.…

Það er farið víða í fræðslustarfinu

Fræðslu- og forvarnarverkefni

Stuðningur MAC og Lýðheilsusjóðs/Embættis landlæknis undanfarin ár hefur verið grundvöllur þess að HIV Ísland hefur tekist að halda úti fræðslu um HIV og alnæmi fyrir 9. og 10. bekkinga í grunnskólum landsins undanfarin 15 ár. Verkefni sem þetta er brýnt og þarf stöðugt að vinna að því. Markmið fræðslunnar er annars vegar að unglingar sýni…

Sigrún Grendal Magnúsdóttir og Einar Þór

Alþjóðlega AIDS ráðstefnan 2018

Í sumar var alþjóðlega AIDS ráðstefnan haldin í 22. sinn og að þessu sinni í Amsterdam. Ráðstefnan er haldin annað hvert ár en síðast fór hún fram í Suður-Afríku. Ráðstefnan var ótrúlega vel sótt, nú sem endranær. Meira en 16.000 manns sóttu ráðstefnuna og kom fólk frá rúmlega 160 löndum. Við Einar Þór vorum fulltrúar…

ALNÆMISSJÓÐUR MAC

Alnæmissjóður MAC var stofnaður árið 1994 af Frank Angelo og Frank Toskan, stofnendum MAC Cosmetics. Sjóðurinn er hjartað og sálin í MAC. Tilgangur hans er að styðja karla, konur og börn um allan heim sem fengið hafa Hiv/alnæmi. Sjóðurinn styrkir einnig fræðslu- og forvarnarverkefni sem beinast að því fólki á hverjum stað sem er í…

HIV Norden - samstarfsvettvangur HIV-jákvæðra á Norðurlöndum

Norrænt samstarf

HIV Norden er samstarfsvettvangur HIV-jákvæðra á Norðurlöndum og hefur skrifstofu í Helsinki. Formaður sambandsins er Helle Andersen frá Danmörku. Varaformaður er Einar Þór Jónsson frá Íslandi. Fundir eru haldnir tvisvar á ári (einn þeirra aðalfundur) þar sem rætt er um ástandið í hverju landi og reynt að móta sameiginlega stefnu. Í september 2018 var fundur…