Unnur - Til þeirra

Unnur Guðrún Þórarinsdóttir – bókin „Til þeirra“

Unnur Guðrún Þórarinsdóttir, varð tvítug í nóvember og var að gefa út sína fyrstu bók. Allur ágóði bókarinnar rennur til styrktar HIV samtakanna og Laufs félags flogaveikra. „Ástæða þess að ég valdi þessi tvö félög er vegna þess að ég var greind ung með góðkynja barnaflogaveiki og er ég heppin að vera laus við sjúkdóminn…

HIV á covid tímum – fundur með HIV-Nordic

Kæru félagar. Laugardaginn 4. September kl. 11.00 er norrænn Zoom fundur um HIV á covid tímum sem við í stjórn HIV Nordic höfum skipulagt. Allir geta tekið þátt. Áhugasamir hafi samband með pósti á hiv-island@hiv-island.is eða einkaskilaboð á Facebook síðu samtakanna. Fundurinn fer fram á ensku. HIV Norden bíður í rausnarlega veitingar á eftir. Hægt…

Aðalfundur 23. febrúar 2021

Aðalfundur HIV-Ísland fyrir árið 2021 verður haldinn í húsnæði félagsins Hverfisgötu 69, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 23. febrúar næstkomandi kl. 17.00. Dagskrá fundarins er lögum samkvæmt: Kosning fundarstjóra Kosning ritara. Formaður flytur skýrslu stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári. Gjaldkeri leggur fram til samþykktar endurskoðaða reikninga félagsins. Lagabreytingar ef einhverjar eru. Kosning sex stjórnarmanna og…

Berskjaldaður

„Saga okkar sem börðumst við alnæmi“

Baráttan við HIV endurspeglast í ævisögu Einars Þórs Jónssonar „Ég vonaðist eftir góðum viðbrögðum, en hefði ekki trúað því hversu margir hafa staldrað við og gefið sér tíma til að kafa frásagnir okkar strákanna af árunum þegar við börðumst við alnæmi. Þetta er sagan okkar,“ segir Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV Íslands, sem gerir upp…

Bergþóra Karlsdóttir

26 bætast í 300 manna HIV-hóp Landspítala

Bergþóra Karlsdóttir hjúkrunarfræðingur fer yfir stöðuna á göngudeild smitsjúkdóma í COVID-heimsfaraldrinum. Einstaklingar sem áður sóttu þjónustu vegna HIV í heimalandi sínu hafa nú sótt til Landspítala vegna COVID-19 heimsfaraldursins. „Þeir komast ekki heim í eftirlit,“ segir Bergþóra Karlsdóttir, hjúkrunarfræðingur á göngudeild smitsjúkdóma. Hún hefur unnið með HIV jákvæðum allt frá árinu 2004. „Jákvæðir samkynhneigðir menn…

Svavar G. Jónsson

Formannsspjall – Alþjóðlegi alnæmisdagurinn 2020

„Samstaða á heimsvísu, sameiginleg ábyrgð“ eru m.a einkunarorð alþjóða alnæmisdagsins 1. desember í ár. Orð sem allir geta og ættu að tileinka sér á þessum undarlegu tímum sem við nú lifum. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að fara að segja ykkur hversu undarlegt ár 2020 hefur verið. Segja má að þeir sem greinst…

HIV 2019 - 2020

Nýsmit það sem af er ári 2020

Nýsmit það sem af er ári 1. nóvember 2020 höfðu 26 einstaklingur komið nýir inn í þjónustu með HIV á göngudeild smitsjúkdóma, 10 nýgreindir og 16 með þekkt smit og á meðferð. Fjöldi tilkynntra einstaklinga með HIV smit miðaður við 1.11.20 Fjöldi greindra sjúklinga með alnæmi miðaður við 1.11.20 Fjöldi sjúklinga sem látist hafa af…

Fræðslu- og forvarnarverkefni

Fræðslu- og forvarnarverkefni Stuðningur MAC og embættis landlæknis undafarin ár hefur verið grundvöllur þess að HIV Ísland hefur tekist að halda úti fræðslu um HIV og alnæmi fyrir 9. og 10. bekkinga í grunnskólum landsins undanfarin 20 ár. Verkefni sem þetta er brýnt og þarf stöðugt að vinna að því. Markmið fræðslunnar er annars vegar…

Tvær veirur á Alþjóðlega alnæmisdeginum

HIV og COVID-19. Líkindin má finna í einangruninni. Smitótti er einnig til staðar nú eins og þá. Smitsjúkdómadeildin A7 er enn við lýði. Öll í þessum sóttvarnargöllum. Við sem smituðumst af HIV á níunda áratugnum þekkjum þá. Það er ekkert við heilbrigðisfólk að sakast. Það fylgir sóttvarnarreglum. Verður ópersónulegt í göllunum. Ég smitaðist af HIV…

Alþjóðlegi alnæmisdagurinn 1. desember 2020

Vegna COVID getum við því miður ekki haft opið hús eins og gert hefur verið frá stofnun félagsins á þessum degi. Við munum aftur á móti reyna að vera sýnileg í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Rauði borðinn 2020, árlega málgagn félagsins er í vinnslu og langt komin en vegna aðstæðna nær hann ekki að koma út…

Mannréttindi á tímum Covid

Ályktun stjórnar og fulltrúaráðs Mannréttindaskrifstofu Íslands 12. október 2020. Um allan heim hafa stjórnvöld gripið til aðgerða til að hindra útbreiðslu COVID-19 og hafa mannréttindi fólks verið skert til að ná því markmiði. Nærtæk dæmi eru skerðing á ferðafrelsi og frelsi til að koma saman en jafnframt hafa átt sér stað skerðingar á friðhelgi einkalífs…

Upplifa áfallastreitu frá HIV-plágunni út af COVID-19

Einar Þór Jónsson framkvæmdastjóri samtakanna HIV Ísland og jafnframt formaður Geðhjálpar var í viðtali á Rás 2 20 mars 2020. Viðtalið má sjá í fullri lengd á vef RÚV hér:  Upplifa áfallastreitu frá HIV-plágunni út af COVID-19 Einar segir að ástandið nú minni hann svo sannarlega á gamla tíma. “Kórónuveiran vekur upp slæmar minningar fyrir…

Örugg samskipti á tímum COVID-19 Risk communication guidance

Örugg samskipti fyrir helstu áhættuhópa á tímum COVID-19 fyrir eldra fólk (60+) og fólk með undirliggjandi sjúkóma. Kórónuveiran COVID-19 smitar fólk á öllum aldri. Tveir hópar virðast þó í meiri hættu en aðrir: Fólk eldra en 60 ára og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Þar má nefna hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, öndunarfæra-sjúkdóma og krabbamein. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO…

Stjórn HIV-Ísland 2020

Ný stjórn kosin á aðalfundi

Ný stjórn var kosin á aðalfundi HIV Ísland fyrir árið 2020. Fundargerðina má lesa hér fyrir neðan. Myndin fyrir ofan sýnir nýju stjórnina ásamt Einari framkvæmdastjóra. Á myndina vantar Svavar G. Jónsson formann.   Ingi Hans og Vignir hættu í stjórninni og voru kvaddir með blómum og þakkað langt og farsælt starf. Fjóla afhenti blóm.…

Aðalfundur 18. febrúar 2020

Aðalfundur HIV-Ísland fyrir árið 2020 verður haldinn í húsnæði félagsins Hverfisgötu 69, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 18. febrúar næstkomandi kl. 16.30. Dagskrá fundarins er lögum samkvæmt: Kosning fundarstjóra Kosning ritara. Formaður flytur skýrslu stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári. Gjaldkeri leggur fram til samþykktar endurskoðaða reikninga félagsins. Lagabreytingar ef einhverjar eru. Kosning formanns auk sex…

HIV jákvæðir – samnorræn könnun á göngudeildarþjónustu

Ágætu félagar Hér er linkur á könnun sem HIV Norden (samtök HIV systurfélaga á norðurlöndunum) hefur útbúið. Tilgangurinn er að skoða hvernig göngudeildarþjónustu HIV jákvæðir eru að fá, lyfjameðferð og hvernig samskipti þeirra við heilbrigðisstarfsfólkið er háttað og fl. Mig langar að biðja ykkur sem eruð HIV-jákvæð að svara könnuninni. Að sjálfsögðu er ekki hægt…

Enn bólar á fordómum gegn HIV

Berþóra, hér til vinstri á myndinni, segir fordóma enn finnast gagnvart HIV, bæði í samfélaginu og meðal heilbrigðisstarfsfólks. Stöðugt þurfi að fræða. Mynd/gag „Ég hugsaði. Ég kem aldrei til með að sjá neinn með alnæmi,“ segir Bergþóra Karlsdóttir sem kom inn í HIV-teymi hjúkrunarfræðinga árið 2004. Á sama tíma hafi hún hitt marga sem báru…