Þórólfur Guðnason

Hátt í 90 nýskráðir með HIV á þremur árum

Sóttvarnalæknir lýsir yfir áhyggjum af fjölgun kynsjúkdóma meðal karla sem sofa hjá körlum Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur Hátt í níutíu manns hafa greinst með HIV hér á landi á síðustu þremur árum. Jafnmargir fyrstu níu mánuði ársins og allt árið í fyrra, sem einnig var metár. Frá upphafi hafa tæplega 430 greinst með HIV hér…

Percy B. Stefánsson

Minning: Percy B. Stefánsson

Fæddur 13. september 1947 í Stokkhólmi – Dáinn 14. apríl 2018 í Reykjavík Félags- og stjórnarmaður í HIV Ísland til fjölda ára Ég vil í fáeinum orðum minnast góðs vinar. Kynni mín af Percy hófust á erfiðum tímum í lífi okkar beggja. Alnæmis­faraldurinn var yfirvofandi í litlu samfélagi okkar hommanna hér uppi á Íslandi. Við…

Minningar- og þakkarstund 27. maí 2018

Minningar- og þakkarstund

Árleg minningarguðsþjónusta vegna þeirra sem látist hafa úr alnæmi hér á landi var að þessu sinni haldin, sunnudaginn 27. maí síðastliðin. Kveikt var á kertum til að minnast þeirra er látist hafa, einu kerti fyrir hvern einstakling sem við minnumst. Minningarstund þessi er alþjóðleg og heitir á ensku Candlelight Memorial Day. Að vanda fór athöfnin…

Hugrún Ríkarðsdóttir

Líf og fjör í læknadeild

Viðtal við Hugrúnu Ríkarðsdóttur smitsjúkdómalækni Ég heiti Sigríður Hugrún Ríkarðsdóttir en ég þekki ekki Sigríði. Þannig hófst viðtalið sem ég tók við hana Hugrúnu lækni sem ég kynntist fyrir tæpum 30 árum og gekk í gegnum súrt og sætt með eins og ég sagði sjálfur frá í viðtali sem var tekið við mig í Rauða…

Hrafnhildur Gunnarsdóttir

Svona fólk

Ný mynd og þáttaröð – frumsýnd í Bíó Paradís í lok nóvember Um þessar mundir er Hrafnhildur Gunnarsdóttir að leggja síðustu hönd á heimildakvikmynd sína, Svona fólk sem verður sýnd í Bíó Paradís og síðar í vetur á RÚV. Þættirnir verða fimm en fyrrihluti heimildamyndarinnar sem verður sýndur í Bíó Paradís er um 90 mínútur.…

Það er farið víða í fræðslustarfinu

Fræðslu- og forvarnarverkefni

Stuðningur MAC og Lýðheilsusjóðs/Embættis landlæknis undanfarin ár hefur verið grundvöllur þess að HIV Ísland hefur tekist að halda úti fræðslu um HIV og alnæmi fyrir 9. og 10. bekkinga í grunnskólum landsins undanfarin 15 ár. Verkefni sem þetta er brýnt og þarf stöðugt að vinna að því. Markmið fræðslunnar er annars vegar að unglingar sýni…

Sigrún Grendal Magnúsdóttir og Einar Þór

Alþjóðlega AIDS ráðstefnan 2018

Í sumar var alþjóðlega AIDS ráðstefnan haldin í 22. sinn og að þessu sinni í Amsterdam. Ráðstefnan er haldin annað hvert ár en síðast fór hún fram í Suður-Afríku. Ráðstefnan var ótrúlega vel sótt, nú sem endranær. Meira en 16.000 manns sóttu ráðstefnuna og kom fólk frá rúmlega 160 löndum. Við Einar Þór vorum fulltrúar…

ALNÆMISSJÓÐUR MAC

Alnæmissjóður MAC var stofnaður árið 1994 af Frank Angelo og Frank Toskan, stofnendum MAC Cosmetics. Sjóðurinn er hjartað og sálin í MAC. Tilgangur hans er að styðja karla, konur og börn um allan heim sem fengið hafa Hiv/alnæmi. Sjóðurinn styrkir einnig fræðslu- og forvarnarverkefni sem beinast að því fólki á hverjum stað sem er í…

HIV Norden - samstarfsvettvangur HIV-jákvæðra á Norðurlöndum

Norrænt samstarf

HIV Norden er samstarfsvettvangur HIV-jákvæðra á Norðurlöndum og hefur skrifstofu í Helsinki. Formaður sambandsins er Helle Andersen frá Danmörku. Varaformaður er Einar Þór Jónsson frá Íslandi. Fundir eru haldnir tvisvar á ári (einn þeirra aðalfundur) þar sem rætt er um ástandið í hverju landi og reynt að móta sameiginlega stefnu. Í september 2018 var fundur…

Ferðast með HIV

Ferðalög með HIV

Ferðalög eru mikil lífsgæði og þótt verulega hafi dregið úr ferðatakmörkunum HIV smitaðra á undanförnum árum eru enn lönd þar sem takmarkanir ríkja. Þá er að ýmsu að hyggja þegar ferðast er með lyf. HIV Ísland hefur tekið saman nokkrar handhægar upplýsingar um hvernig ganga má úr skugga um að sem minnstir erfileikar fylgi þeirri…

Nokkrir úr Bears on Ice teyminu

Bangsarnir styðja HIV-Ísland

Frosti Jónsson og Páll Guðjónsson, ásamt fleirum, hafa staðið fyrir viðburðinum Bears on Ice á hverju hausti síðan árið 2005. Síðustu þrjú ár hafa Bears on Ice styrkt HIV-Ísland með peningagjöf og skilar það sér beint í fræðslustarfið. Í ár færðu Bears on Ice HIV-Íslandi 300 þúsund krónur, 2016 300.000 kr og 2015 400.000kr. eða…

HIV- Ísland í gleðigöngu Hinsegin daga

HIV Ísland í gleðigöngu Hinsegin daga

Hugleiðingar í kjölfar gleðigöngunnar Það er svo skrýtið hvað lífið getur fleytt manni á milli ólíkra viðkomustaða. Allt í einu finnur maður sig á stað sem fyrir ekki svo löngu síðan var manni algjörlega ókunnur. Að þessu sinni var ég stödd í gleðigöngunni, haldandi á spjaldi þar sem á stóð „HIV jákvæðir á lyfjum eru…

Fræðslu- og forvarnarverkefni

Stuðningur MAC og Landlæknisembættis undanfarin ár hefur verið grundvöllur þess að HIV Ísland hefur tekist að halda úti fræðslu um HIV og alnæmi til allra 9. og 10. bekkinga í grunnskólum landsins undanfarin 15 ár. Verkefni sem þetta er brýnt og þarf stöðugt að vinna að því.  Markmið fræðslunnar er annars vegar að unglingar sýni…

Vignir Ljósálfur Jónsson

„Maður var bara með lífið í biðstöðu“

Vignir Ljósálfur Jónsson er 61 árs HIV jákvæður, afi og hamingjusamlega giftur drekameistari, listunnandi og stjórnarmaður í HIV Ísland. Hann deilir sögu sinni í nýjasta tölublaði af Rauða borðanum, fréttablaði HIV Ísland. Vignir leggur til að við hittumst á Hlemmi Square hótelinu áður og förum svo heim í stofu til hans og ræðum saman. Þegar…

Anna Tómasdóttir

Hraðgreiningarprófin – Staðan á Íslandi

Atli Þór Fanndal hitti Önnu Tómasdóttur, hjúkrunarfræðing á göngudeild smitsjúkdóma, og tók hraðgreiningarpróf fyrir HIV og lifrarbólgu C hjá henni uppi á Landspítala. Hann fræddist um þetta átak hjá henni. – Hvernig hefur reynslan verið af þessu verkefni og hvernig hafið þið gert þetta? Hraðprófin hafa bara verið aðgengileg í eina vitundarvakningarviku sem var í…

Minningar- og þakkarstund HIV Ísland 2017

Minningar- og þakkarstund HIV Ísland 2017

Árleg minningarguðsþjónusta vegna þeirra sem látist hafa úr alnæmi hér á landi var að þessu sinni haldin, sunnudaginn 28. maí 2017. Kveikt var á kertum til að minnast þeirra er látist hafa, einu kerti fyrir hvern einstakling sem við minnumst. Minningarstund þessi er alþjóðleg og heitir á ensku Candlelight Memorial Day. Að vanda fór athöfnin…

Guðni Baldursson

Minning: Guðni Baldursson

Guðni Baldursson f. 04.03.1950.  – d. 07.07.2017, fyrsti formaður Samtakanna 78 og einn af stofnfélögum HIV Ísland. Guðni Baldursson lést í byrjun júlí, 67 ára að aldri. Margir hafa minnst þessa einstaka brautryðjanda og baráttumanns fyrir mannréttindum og réttlátara samfélagi. HIV Ísland (áður alnæmisamtökin) voru stofnuð 1988. Guðni var einn af stofnfélögunum og var hann…

Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV Ísland

Hugleiðingar framkvæmdastjóra 1. des. 2017

Það hefur dregið úr nýgengi HIV á heimsvísu, það er m.a. marktæk fækkun nýgreindra í Bretlandi og stórkostlegur árangur hefur náðst í Kaliforníu og San Francisco svæðinu. Þessum góða árangri þakka menn fjölgun sjúklinga sem eru á  lyfjameðferð og eru þar af leiðandi ekki smitandi og einnig má þakka PreP sem byggir á fyrirbyggjandi meðferð…

Skúli Ragnar Skúlason

Hinn týndi hópur – að lifa með HIV

Sumarið 2017 útskrifaðist Skúli Ragnar Skúlason með meistaragráðu í félagsráðgjöf til starfsréttinda. Lokaverkefnið hans bar heitið „Hinn týndi hópur – að lifa með HIV“ og vísar titillinn fyrst og fremst til þess að margir HIV-smitaðir á Íslandi fela sjúkdómsstöðu sína og lifa í skugga sjúkdómsins. Staða eldri HIV jákvæðra á Íslandi Val Ragnars á verkefninu…